Sumarið hjá okkur :)

Nú er sumarstundaskráin okkar komin í gang og skráning í krakkacrossfit komin á fullt.

Smávægilegar breytingar eru á stundaskránni. Núna höfum við fellt niður báða 18:15 tímana en bætt við einum Open gym tíma á mánudagskvöldum kl 20:00-21:30. Eins breytast helgartímarnir en í sumar verða bara wod kl 10:00 á laugardögum og sunnudögum.

Open gym tími er einfaldlega þannig að þú getur komið og gert það sem þú villt hvort sem það er wod dagsins, tækniæfing, mobility eða styrkur – þú ræður. Það verður að sjálfsögðu alltaf þjálfari á staðnum til að aðstoða þig.

KrakkaCrossFitið byrjar svo sunnudaginn 11.júní og er fyrir 9-10 ára (fædd 2007 og 2008) og 11-13 ára (fædd 2004-2006). Skráning í KrakkaCrossFit er hér til hliðar. Tímarnir hjá 9-10 ára verða á sunnudögum kl 11:30 og kosta 6000kr  og tímarnir hjá 11-13 ára verða á miðvikudögum kl 18:15 og sunnudögum kl 12:45 og kosta 12000kr. Námskeiðin standa í 6 vikur.

Minnum á sumarkortin 🙂 21.900kr út ágúst.

Að lokum bjóðum við Fríðu Rún velkomna heim 🙂 Við erum svo heppin að hún ætlar að þjálfa og æfa hjá okkur í sumar.

Það er líf og fjör í CrossFit 550

 

Share