Sumarið er tíminn !

Jæja, smá “update” frá okkur í CrossFit 550!

Í gær útskrifuðum við 11 manns af grunnnámskeiði og bíðum spennt eftir að úskrifa næstu 8 í kvöld. Í þessari viku eru því 19 manns sem bætast við í iðkendahópinn okkar – við fögnum því og tökum vel á móti þeim í þeirra fyrstu WOD tíma 🙂

Næsta grunnnámskeið byrjar þann 30.maí og er nú þegar orðið fullt.

Fyrstu KrakkaCrossFit tímarnir eru svo á morgun 21.05.2016.  Krakkar fæddir 2006 og 2007 mæta kl 11:30 og krakkar fæddir 2004 og 2005 mæta kl 13:00.  Það er óhætt að segja að frábær skráning sé í þessa tíma og enn er opið fyrir skráningu. Hægt er að skrá á námskeiðin hér til hliðar.

Svo styttist í fyrsta Hot Jóga tímann hjá okkur. Fyrsti tíminn verður kl 12:00 þriðjudaginn 31.maí. Í júní verða í boði 3 timar í viku, þ.e á þriðjudögum og fimmtudögum kl 12:00-13:00 og miðvikudagskvöldum kl 20:00. Ef þú hefur áhuga á að kaupa aðgang í alla tímana getur þú skráð þig á námskeið hér til hliðar. Ef þú villt mæta í staka tíma þá bara mætir þú, engin skráning í staka tíma. Heilt námskeið ( 12 timar) kosta 16.800kr en stakur tími 1600kr

Ef þú ert búin með grunnnámskeið og langar að æfa hjá okkur í sumar getur þú keypt sumarkort á 17.900kr sem gildir út ágúst.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um CrossFit, okkur, stöðina eða hvað sem er skaltu ekki hika við að senda okkur post á crossfit550@crossfit550.is eða einfaldlega kíkja við hjá okkur, við erum stödd að Borgarflöt 5 🙂

 

 

 

Share