Næstu grunnnámskeið

Næstu grunnnámskeið byrja 2.maí og 30.maí.

Námskeiðin standa í 3 vikur og eru í heildina 9 tímar.

Á námskeiðinu leggjum við áherslu á að kynna fyrir fólki þær grunnæfingar sem mest er notast við í CrossFit ásamt því að kenna hvernig framkvæma skal æfingarnar rétt. Námskeiðið er hannað til að undirbúa þig sem best að taka þátt í  Wod tímum (WOD= work out of the day) sem að taka svo við af grunnnámskeiðinu. Við leggjum ríka áherslu á tækni, bæði til að fyrirbyggja meiðsl og til að þú náir sem bestum árangri þegar fram líða stundir. Einnig er iðkendum kennt að aðlaga æfingar að eigin getu til að fá sem mest út úr hverri æfingu fyrir sig.

Grunnnámskeiðin kosta 15.000kr og í framhaldi af námskeiðinu getur þú mætt í Wod tíma í 4 vikur án þess að greiða aukalega fyrir.

Ef þú ert að koma norður yfir sumarið og langar að æfa hjá okkur þá er það velkomið. Ef þú hefur nú þegar lokið grunnnámskeiði þá stendur þér til boða að kaupa sumarkort á 17.900kr. Kortið gildir þá frá 1.júní – 31.ágúst. Ef þú hefur ekki lokið grunnnámskeiði þá einfaldlega byrjar þú sumarið á því hjá okkur þann 30.maí, þá er bæði hægt að kaupa grunnnámskeið + 4vikur á 15.000kr eða grunnnámskeið + kort út ágúst á 22.900kr.

Skráning á námskeiðin fer fram hér til hliðar. Athugið EKKI þarf að greiða fyrir námskeiðin við skráningu.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi námskeiðin þá skaltu ekki hika við að senda tölvupóst með fyrirspurn á crossfit550@crossfit550.is

 

Share