Loksins opnað aftur og Sumarkort komin í sölu

Jæja kæru iðkendur, loksins er búið að opna aftur og hafa viðtökurnar verið frábærar fyrstu dagana 🙂  Erum við svo glöð á sjá ykkur aftur og fá líf í húsið.
Til að byrja með ætlum við að hafa 8 max í tíma. Við getum svo vonandi fjölgað þegar á líður.
Við biðjum ykkur um að halda áfram þar sem frá var horfið – þrífum allt eftir okkur og reynum að halda fjarlægð eins og við getum.
Sumarkortin eru komin í sölu og þau gilda til 6.sept. verð  26.900k
ATH!
Samkvæmt þeim reglum sem eru í gildi núna getum við ekki opnað strax fyrir flögurnar, því miður. Við getum ekki uppfyllt þau skilyrði sem því fylgja. Líklegast getum við opnað fyrir flögur 15.júní.
Share