KrakkaCrossFit

Á laugardaginn s.l mættu rúmlega 30 krakkar í sinn fyrsta CrossFit tíma og það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör innan veggja CF550.  Þarna voru krakkar á aldrinum 9-12 saman komin til að komast að því hvað CrossFit er og fá að prófa.  Við settumst niður í upphafi tímans og fórum aðeins yfir nokkrar reglur sem ber að hafa í huga í CrossFit. Regla nr. 1 var að muna að hlusta alltaf vel á þjálfarann. Krakkarnir gátu vel verið sammála því og óhætt að segja að sú regla hafi haldið út tímann. Regla númer 2,3 og sennilega alveg upp í 15 var svo að brosa og hafa gaman saman. Það var ekki annað að sjá en að sú regla hafi líka haldið vel út tímann. Við fórum yfir nokkrar æfingar saman áður en við byrjuðum fjörið, þjálfarar ítrekuðu auðvitað mikilvægi þess að vanda sig við að gera rétt og krakkarnir tóku undir það. Næst á dagskrá var svo æfingin sjálf, inn í æfinguna fóru krakkarnir með það í huga að vanda sig og gera rétt en ekki flýta sér of mikið. Við sáum ekki betur en að allir færu frá okkur með bros á vör og ákveðnir í að mæta aftur!

Við erum ótrúlega ánægð með þennan hóp og hlökkum til að hitta þau aftur á næsta laugardag 🙂

Á myndinni má sjá yngri hópinn (9-10 ára) ræða heimsmálin í upphafi tíma.

 

Share