Grunnnámskeið og sumarkort

Sumarkortið er komið í sölu.

Sumarkortið gildir frá 7.Maí – 7.sept 2021.

Ef þú hefur aldrei komið í CrossFit eða þarft upprifjun þá erum við með grunnnámskeið sem byrjar 8.maí.

Grunnnámskeið og sumarkort kostar saman 34.900kr fyrir fyrrum iðkendur og 39.900kr fyrir aðra.

Námskeiðið er kennt sem hér segir.

Laugardaginn 8.maí kl 14:00

Sunnudaginn 9.maí kl 14:00

Mánudaginn 10.maí kl 19:30

Miðvikudaginn 12.maí kl 19:30

Ægir Björn Gunnsteinsson, yfirþjálfara CF550,  sér um námskeiðin en ásamt honum koma fleiri þjálfarar að kennslunni.

Í fyrrasumar prófuðum við að bjóða upp á allskonar nýjungar til að breyta aðeins til. Við fórum t.d í strandblak, fótbolta, badminton, sundæfingar og gengum upp á Tindastól saman. Það var ótrúlega gaman og auðvitað ætlum við að gera slíkt hið sama þetta sumar. Komdu og vertu partur af ótrúlega skemmtilegum hóp, skemmtilegum, skilvirkum og fjölbreyttum æfingum og æfðu alltaf í góðum félagsskap undir leiðsögn þjálfara! Það getur ekki orðið mikið betra 🙂

Hlökkum til að sjá þig!

Athugið það eru aðeins örfá pláss laus á þessu námskeiði!

Skráning hér til hliðar.

Share