Grunnnámskeið í Febrúar

Þá er hafin skráning á næsta grunnnámskeið hjá okkur. Grunnnámskeiðið byrjar mánudaginn 6.febrúar kl 19:15. Námskeiðið er kennt þrisvar í viku í þrjár vikur, það er kennt á mánudögum kl 19:15 og þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:15.

Námskeiðið kostar 15.000kr og innifalið í því verði er að iðkandi getur mætt í 4 vikur að námskeiði loknu án þess að greiða aukalega fyrir það.

Skráning fer fram hér til hliðar.

ATH –  ekki er ákveðið hvenær næsta grunnnámskeið verður haldið en það verður ekki alveg strax. Þetta verður þvi “síðasta” námskeið í óákveðinn tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að CrossFit virðist vera að ná miklum vinsældum hér í firðinum og núverandi húsnæði okkar býður þvi miður ekki upp á mikla fjölgun eins og er, við vonum að sjálfsögðu að við finnum lausn á því sem fyrst 🙂

Þannig að nú er að hrökkva eða stökkva. Það eru 15 pláss í boði.

Share