Framundan hjá okkur!

Núna um helgina ætlum við að skella okkur á Jónsmessuhátíð á Hofsósi og henda upp hrikalega skemmtilegri þrautabraut fyrir krakkana á milli kl 13:00 og 15:00.

Athugið að engar breytingar verða á venjulegri dagskrá hjá okkur. Wod tímar verða á sínum stað kl 09:00 og 10:00 ásamt því að engin breyting verður á KrakkaCrossFit tímunum.

Á lummudögum ætlum við svo að gera okkur glaðan dag og viljum við bjóða þér og öllum þínum að koma og hafa gaman með okkur.  Við ætlum að byrja daginn á því að hafa smá keppni fyrir iðkendur okkar. Keppnin byrjar kl 09:00 og er áætlað að fyrri hluti keppninnar verði búinn fyrir kl 12:00. Kl 13:00 verður svo lokahluti keppninnar haldinn á planinu fyrir utan CrossFit 550. Það væri frábært ef þú myndir mæta og horfa á og kvetja keppendur áfram 🙂

Um leið og keppni lýkur ætlum við að setja upp þrautabraut sem allir geta prufað og svo bjóðum við upp á grillaðar pylsur á milli 13:00 og 15:00.

 

ATH laugardaginn 25.06 falla allir tímar niður hjá okkur vegna keppninnar og skemmtunar eftir hádegi.  Síðastu KrakkaCrossFit tímarnir færast því yfir á laugardaginn 02.07.

 

Allir Velkomnir!

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Share