Ert þú að bíða eftir næsta grunnnámskeiði hjá okkur!!?

Þú þarft ekki að biða lengur 🙂

Skráning er hafin á næstu tvö grunnnámskeið sem haldin verða i April og Maí. ATH aðeins eru tólf pláss á hverju námskeiði og plássin hafa hingað til farið hratt.

Fyrra námskeiðið byrjar strax eftir páska og er kennt þrisvar í viku í þrjár vikur.

Seinna námskeiðið byrjar mánudaginn 8.maí og er sömuleiðis kennt þrisvar í viku í þrjár vikur.

Kennt er á mánudögum kl 19:15 og þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:15. Nema fyrsta vikan í April námskeiði þá verður kennt á þriðjudegi kl 18:15, miðvikudegi kl 19:15 og föstudegi 18:15 vegna þess að Annar í páskum er á mánudeginum.

Eftir bæði námskeið geta þátttakendur mætt eins og þeir vilja í 4 vikur án þess að kaupa nýtt kort.

Verð á námskeiðinu og þessum 4 vikum er 16.900kr.

Skráning hérna til hliðar ——————————————————->
Ef þú ert að efast um að CrossFit sé fyrir þig þá er ekkert annað í stöðunni en að láta vaða og komast að því sjálf/ur.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá skaltu ekki hika við að senda okkur línu á crossfitskr@gmail.com eða inn á facebook síðunni okkar “CrossFit 550”

Share