Sumarið er tíminn !

Jæja, smá “update” frá okkur í CrossFit 550!

Í gær útskrifuðum við 11 manns af grunnnámskeiði og bíðum spennt eftir að úskrifa næstu 8 í kvöld. Í þessari viku eru því 19 manns sem bætast við í iðkendahópinn okkar – við fögnum því og tökum vel á móti þeim í þeirra fyrstu WOD tíma 🙂

Næsta grunnnámskeið byrjar þann 30.maí og er nú þegar orðið fullt.

Fyrstu KrakkaCrossFit tímarnir eru svo á morgun 21.05.2016.  Krakkar fæddir 2006 og 2007 mæta kl 11:30 og krakkar fæddir 2004 og 2005 mæta kl 13:00.  Það er óhætt að segja að frábær skráning sé í þessa tíma og enn er opið fyrir skráningu. Hægt er að skrá á námskeiðin hér til hliðar.

Svo styttist í fyrsta Hot Jóga tímann hjá okkur. Fyrsti tíminn verður kl 12:00 þriðjudaginn 31.maí. Í júní verða í boði 3 timar í viku, þ.e á þriðjudögum og fimmtudögum kl 12:00-13:00 og miðvikudagskvöldum kl 20:00. Ef þú hefur áhuga á að kaupa aðgang í alla tímana getur þú skráð þig á námskeið hér til hliðar. Ef þú villt mæta í staka tíma þá bara mætir þú, engin skráning í staka tíma. Heilt námskeið ( 12 timar) kosta 16.800kr en stakur tími 1600kr

Ef þú ert búin með grunnnámskeið og langar að æfa hjá okkur í sumar getur þú keypt sumarkort á 17.900kr sem gildir út ágúst.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um CrossFit, okkur, stöðina eða hvað sem er skaltu ekki hika við að senda okkur post á crossfit550@crossfit550.is eða einfaldlega kíkja við hjá okkur, við erum stödd að Borgarflöt 5 🙂

 

 

 

Share

Næstu grunnnámskeið

Næstu grunnnámskeið byrja 2.maí og 30.maí.

Námskeiðin standa í 3 vikur og eru í heildina 9 tímar.

Á námskeiðinu leggjum við áherslu á að kynna fyrir fólki þær grunnæfingar sem mest er notast við í CrossFit ásamt því að kenna hvernig framkvæma skal æfingarnar rétt. Námskeiðið er hannað til að undirbúa þig sem best að taka þátt í  Wod tímum (WOD= work out of the day) sem að taka svo við af grunnnámskeiðinu. Við leggjum ríka áherslu á tækni, bæði til að fyrirbyggja meiðsl og til að þú náir sem bestum árangri þegar fram líða stundir. Einnig er iðkendum kennt að aðlaga æfingar að eigin getu til að fá sem mest út úr hverri æfingu fyrir sig.

Grunnnámskeiðin kosta 15.000kr og í framhaldi af námskeiðinu getur þú mætt í Wod tíma í 4 vikur án þess að greiða aukalega fyrir.

Ef þú ert að koma norður yfir sumarið og langar að æfa hjá okkur þá er það velkomið. Ef þú hefur nú þegar lokið grunnnámskeiði þá stendur þér til boða að kaupa sumarkort á 17.900kr. Kortið gildir þá frá 1.júní – 31.ágúst. Ef þú hefur ekki lokið grunnnámskeiði þá einfaldlega byrjar þú sumarið á því hjá okkur þann 30.maí, þá er bæði hægt að kaupa grunnnámskeið + 4vikur á 15.000kr eða grunnnámskeið + kort út ágúst á 22.900kr.

Skráning á námskeiðin fer fram hér til hliðar. Athugið EKKI þarf að greiða fyrir námskeiðin við skráningu.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi námskeiðin þá skaltu ekki hika við að senda tölvupóst með fyrirspurn á crossfit550@crossfit550.is

 

Share

***GRUNNNÁMSKEIÐ***

Næsta grunnnámskeið CrossFit 550 byrjar þann 04. april n.k. Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur. Kennt er á Mánudögum kl 19:15, Þriðjudögum kl 19:00 og fimmtudögum kl 19:00. Hver tími stendur yfir í c.a 60 mín

Í þessum tímum eru undirstöðuæfingar og hugmyndafræði CrossFit kynnt. Iðkendum er einnig kennt að beita líkamanum rétt við æfingar. Einnig eru kenndar  upphitunar-, liðleika- og teygjuæfingar.

ALLIR geta komið á grunnnámskeið (óháð getu) því þar er útskýrt og kennt hvernig má framkvæma mis-erfiðar útfærslur af æfingum og iðkendum kennt að aðlaga æfinguna að sinni getu.

Námskeiðið kostar 15.000kr og innifalið í því er svo mánaðaræfingagjald í framhaldi af námskeiðinu.

Frekari upplýsingar og skráning í gegnum crossfitskr@gmail.com

Hlökkum til að sjá þig !

Share

Upprifjunartímar í CrossFit 550

Mættir þú á grunnnámskeið hjá CrossFit 550 en hefur ekki haft þig af stað aftur ??

Okkur langar þá að bjóða þér að koma til okkar í smá upprifjun. Næstu tvo mánudaga munum við bjóða upp á upprifjunartíma fyrir þá sem hafa byrjað en einhverra hluta vegna ekki komið sér af stað aftur. Tímarnir eru ykkur að kostnaðarlausu og verða mánudaginn 14.3 kl 19:15 og mánudaginn 21.3 kl 19:15.

Í tímunum munum við rifja upp part af því sem þið lærðuð á grunnnámskeiði og taka smá æfingu saman.

Skráning í tímana er í gegnum crossfitskr@gmail.com

Hlökkum til að sjá þig.

Share

Þriðjudagur 09.02.2016

Í dag er fyrsti hádegistíminn. Minnum á að hádegistíminn er ekki skipulagður eða undir stjórn þjálfara, sem þó verður á staðnum til aðstoðar ef fólk vill. Tíminn byrjar 12:15. Wod dagsins er á töflunni fyrir þá sem hafa áhuga á að taka það.

Í kvöld er svo fyrsti teygjutíminn undir stjórn Herdísar Hjörvarsdóttur. Tíminn er kl 20:00. Stefnan er að bjóða upp á einn teygjutíma í viku næstu 4 vikurnar. Það hafa allir gott af því að teygja á því betri liðleiki eykur hreyfigetu og við viljum öll geta hreyft okkur rétt án erfiðleika.

 

Share

Helgin 6.-7. febrúar

Síðast liðna helgi vorum við svo heppin að fá Evert Víglunds á Krókinn til að kenna okkur réttu tökin í Ólympískum lyftingum. Námskeiðið var fullt og gott betur. 30 manns sóttu námskeiðið og þar af voru 27 iðkendur í CrossFit 550. Evert hafði orð á því að hópurinn hefði staðið sig frábærlega og að hann vildi endilega koma aftur fljótlega, við segjum ekki nei við því. Nú er bara að halda áfram að æfa sig og gera betur og betur.

Við þökkum ykkur kæru þátttakendur fyrir að gera góða helgi enn betri!

-Erna Rut og Sunna Björk-

Share