***GRUNNNÁMSKEIÐ***

Næsta grunnnámskeið CrossFit 550 byrjar þann 04. april n.k. Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur. Kennt er á Mánudögum kl 19:15, Þriðjudögum kl 19:00 og fimmtudögum kl 19:00. Hver tími stendur yfir í c.a 60 mín

Í þessum tímum eru undirstöðuæfingar og hugmyndafræði CrossFit kynnt. Iðkendum er einnig kennt að beita líkamanum rétt við æfingar. Einnig eru kenndar  upphitunar-, liðleika- og teygjuæfingar.

ALLIR geta komið á grunnnámskeið (óháð getu) því þar er útskýrt og kennt hvernig má framkvæma mis-erfiðar útfærslur af æfingum og iðkendum kennt að aðlaga æfinguna að sinni getu.

Námskeiðið kostar 15.000kr og innifalið í því er svo mánaðaræfingagjald í framhaldi af námskeiðinu.

Frekari upplýsingar og skráning í gegnum crossfitskr@gmail.com

Hlökkum til að sjá þig !

Share

Upprifjunartímar í CrossFit 550

Mættir þú á grunnnámskeið hjá CrossFit 550 en hefur ekki haft þig af stað aftur ??

Okkur langar þá að bjóða þér að koma til okkar í smá upprifjun. Næstu tvo mánudaga munum við bjóða upp á upprifjunartíma fyrir þá sem hafa byrjað en einhverra hluta vegna ekki komið sér af stað aftur. Tímarnir eru ykkur að kostnaðarlausu og verða mánudaginn 14.3 kl 19:15 og mánudaginn 21.3 kl 19:15.

Í tímunum munum við rifja upp part af því sem þið lærðuð á grunnnámskeiði og taka smá æfingu saman.

Skráning í tímana er í gegnum crossfitskr@gmail.com

Hlökkum til að sjá þig.

Share

Þriðjudagur 09.02.2016

Í dag er fyrsti hádegistíminn. Minnum á að hádegistíminn er ekki skipulagður eða undir stjórn þjálfara, sem þó verður á staðnum til aðstoðar ef fólk vill. Tíminn byrjar 12:15. Wod dagsins er á töflunni fyrir þá sem hafa áhuga á að taka það.

Í kvöld er svo fyrsti teygjutíminn undir stjórn Herdísar Hjörvarsdóttur. Tíminn er kl 20:00. Stefnan er að bjóða upp á einn teygjutíma í viku næstu 4 vikurnar. Það hafa allir gott af því að teygja á því betri liðleiki eykur hreyfigetu og við viljum öll geta hreyft okkur rétt án erfiðleika.

 

Share

Helgin 6.-7. febrúar

Síðast liðna helgi vorum við svo heppin að fá Evert Víglunds á Krókinn til að kenna okkur réttu tökin í Ólympískum lyftingum. Námskeiðið var fullt og gott betur. 30 manns sóttu námskeiðið og þar af voru 27 iðkendur í CrossFit 550. Evert hafði orð á því að hópurinn hefði staðið sig frábærlega og að hann vildi endilega koma aftur fljótlega, við segjum ekki nei við því. Nú er bara að halda áfram að æfa sig og gera betur og betur.

Við þökkum ykkur kæru þátttakendur fyrir að gera góða helgi enn betri!

-Erna Rut og Sunna Björk-

Share