Nýtt ár hjá okkur í CF550 :)

Nýtt àr hjà CrossFit 550.
Byrjum àrið à grunnnàmskeiði og mömmufit nàmskeiði.
Bæði nàmskeið byrja mànudaginn 8.janúar.

Grunnnàmskeiðið er kennt mànudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl 18:15. Hver timi er um 60 mín. Nàmskeiðið stendur í 3 vikur og að því loknu byðst þàtttakendum að mæta i tíma i 4 vikur àn þess að greiða aukalega fyrir það.
Þjàlfarar Erna Rut og Guðmundur Helgi.
Verð: 16900kr

MömmuFit nàmskeiðið er kennt mànudaga,þriðjudaga og fimmtudaga kl 10:30 í 4 vikur. Litlu krílin eru auðvitað velkomin með í tíma. Fràbær leið til að koma sér i gang eftir meðgönguna í hópi kvenna sem eru í sömu stöðu. Skemmtilegir tímar fyrir mömmur og börn. Febrúarnàmskeiðið byrjar svo 5.febrúar og er skràning einnig hafin à það.
Þjàlfari er Anna Hlín
Verð: 12000kr

Skráning er hér til hliðar á síðunni 🙂

Share

Auka námskeið

Grunnnámskeið

Jæja gott fólk, þar sem mikið hefur verið spurt um hvort laust sé enn á Grunnnámskeiðið hjá okkur þá ætlum við að hafa auka námskeið.
Kennt verður mán, þri og fim kl.19:15 
Látið berast til þeirra sem vitið að hafa áhuga, svo þau missa ekki af þessu frábæra námskeiði 

 

 

Share

Sumarið hjá okkur :)

Nú er sumarstundaskráin okkar komin í gang og skráning í krakkacrossfit komin á fullt.

Smávægilegar breytingar eru á stundaskránni. Núna höfum við fellt niður báða 18:15 tímana en bætt við einum Open gym tíma á mánudagskvöldum kl 20:00-21:30. Eins breytast helgartímarnir en í sumar verða bara wod kl 10:00 á laugardögum og sunnudögum.

Open gym tími er einfaldlega þannig að þú getur komið og gert það sem þú villt hvort sem það er wod dagsins, tækniæfing, mobility eða styrkur – þú ræður. Það verður að sjálfsögðu alltaf þjálfari á staðnum til að aðstoða þig.

KrakkaCrossFitið byrjar svo sunnudaginn 11.júní og er fyrir 9-10 ára (fædd 2007 og 2008) og 11-13 ára (fædd 2004-2006). Skráning í KrakkaCrossFit er hér til hliðar. Tímarnir hjá 9-10 ára verða á sunnudögum kl 11:30 og kosta 6000kr  og tímarnir hjá 11-13 ára verða á miðvikudögum kl 18:15 og sunnudögum kl 12:45 og kosta 12000kr. Námskeiðin standa í 6 vikur.

Minnum á sumarkortin 🙂 21.900kr út ágúst.

Að lokum bjóðum við Fríðu Rún velkomna heim 🙂 Við erum svo heppin að hún ætlar að þjálfa og æfa hjá okkur í sumar.

Það er líf og fjör í CrossFit 550

 

Share

Ert þú að bíða eftir næsta grunnnámskeiði hjá okkur!!?

Þú þarft ekki að biða lengur 🙂

Skráning er hafin á næstu tvö grunnnámskeið sem haldin verða i April og Maí. ATH aðeins eru tólf pláss á hverju námskeiði og plássin hafa hingað til farið hratt.

Fyrra námskeiðið byrjar strax eftir páska og er kennt þrisvar í viku í þrjár vikur.

Seinna námskeiðið byrjar mánudaginn 8.maí og er sömuleiðis kennt þrisvar í viku í þrjár vikur.

Kennt er á mánudögum kl 19:15 og þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:15. Nema fyrsta vikan í April námskeiði þá verður kennt á þriðjudegi kl 18:15, miðvikudegi kl 19:15 og föstudegi 18:15 vegna þess að Annar í páskum er á mánudeginum.

Eftir bæði námskeið geta þátttakendur mætt eins og þeir vilja í 4 vikur án þess að kaupa nýtt kort.

Verð á námskeiðinu og þessum 4 vikum er 16.900kr.

Skráning hérna til hliðar ——————————————————->
Ef þú ert að efast um að CrossFit sé fyrir þig þá er ekkert annað í stöðunni en að láta vaða og komast að því sjálf/ur.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá skaltu ekki hika við að senda okkur línu á crossfitskr@gmail.com eða inn á facebook síðunni okkar “CrossFit 550”

Share

Grunnnámskeið í Febrúar

Þá er hafin skráning á næsta grunnnámskeið hjá okkur. Grunnnámskeiðið byrjar mánudaginn 6.febrúar kl 19:15. Námskeiðið er kennt þrisvar í viku í þrjár vikur, það er kennt á mánudögum kl 19:15 og þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:15.

Námskeiðið kostar 15.000kr og innifalið í því verði er að iðkandi getur mætt í 4 vikur að námskeiði loknu án þess að greiða aukalega fyrir það.

Skráning fer fram hér til hliðar.

ATH –  ekki er ákveðið hvenær næsta grunnnámskeið verður haldið en það verður ekki alveg strax. Þetta verður þvi “síðasta” námskeið í óákveðinn tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að CrossFit virðist vera að ná miklum vinsældum hér í firðinum og núverandi húsnæði okkar býður þvi miður ekki upp á mikla fjölgun eins og er, við vonum að sjálfsögðu að við finnum lausn á því sem fyrst 🙂

Þannig að nú er að hrökkva eða stökkva. Það eru 15 pláss í boði.

Share