Kæru iðkendur ATH

Kæru iðkendur. í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að loka fyrir öll drop-in í bili. Stöðin er því eingöngu opin fyrir þá sem eiga kort í gildi.
Við viljum gera eins vel og við getum fyrir ykkur og teljum þetta rétt í stöðunni þessa stundina.
Ráðstafanir í gangi núna. Hámark 8 í tíma. lokað fyrir flögur. ENGIN drop-in. Handþvottur fyrir og eftir tímann. Bannað að deila búnaði með öðrum. Sótthreinsa allan búnað eftir notkun. Tryggja verður 2 metrana. Þjálfari sér um að spritta búnaðinn þinn. Þjálfari skrifar á töfluna fyrir þig. Hvetjum alla til að nota EKKI sturturnar i CF. Max 2 í klefana í einu. EKKI mæta snemma í tíma!
Ef þú finnur fyrir einkennum sem eiga við Covid19 biðjum við þig að koma ekki í stöðina.
hvetjum ykkur svo til að koma bara 100% klár í tímann, klædd í íþróttafötin með fullan vatsnbrúsa, til að minnka óþarfa umgengni um klefana og salinn.
Allar þessar ráðstafanir teljum við nauðsynlegar til að leggja okkar af mörkum til að koma i veg fyrir frekari útbreiðslu á Covid19.
Ef þu ert með tillögur af einhverju sem betur má fara þá biðjum við þig um að senda okkur skilaboð 😊
Share

Loksins opnað aftur og Sumarkort komin í sölu

Jæja kæru iðkendur, loksins er búið að opna aftur og hafa viðtökurnar verið frábærar fyrstu dagana 🙂  Erum við svo glöð á sjá ykkur aftur og fá líf í húsið.
Til að byrja með ætlum við að hafa 8 max í tíma. Við getum svo vonandi fjölgað þegar á líður.
Við biðjum ykkur um að halda áfram þar sem frá var horfið – þrífum allt eftir okkur og reynum að halda fjarlægð eins og við getum.
Sumarkortin eru komin í sölu og þau gilda til 6.sept. verð  26.900k
ATH!
Samkvæmt þeim reglum sem eru í gildi núna getum við ekki opnað strax fyrir flögurnar, því miður. Við getum ekki uppfyllt þau skilyrði sem því fylgja. Líklegast getum við opnað fyrir flögur 15.júní.
Share

Ný verðskrá 1.1.2020

Ný verðskrá tekur gildi 1.1.2020

Árskort 81.900 kr (hægt að skipta upp í 12 greiðslur)

6.mánaðar kort 49.900 kr ( hægt að skipta uppí 6 greiðslur)

3.mánaðar kort 29.900 kr (ekki hægt að skipta)

1.mánaðar kort 12.900 kr

10 skipta kort 15.000kr ( enginn gildistími)

Skólakort (1.sept til 31.maí) 49.900 kr. (hægt að skipta max 2 greiðslur)

Drop in 1.700kr

Flaga kostar 2.500 og gildir þann tíma sem kortið þitt gildir, þarf að endurnýja hana þegar endurnýjar kortið þitt.

ATH! þeir sem borga æfingagjöld í öðrum crossfit stöðvum á íslandi fá 3 frí drop in á mánuði hjá okkur. Frítt drop in á eingöngu við WOD tíma en ekki með flögu.

Share

Jólin í CF550

Jólin í CrossFit550

Jólakortin gilda 13.des til 5.jan

7.500kr /10.000 með flögu.

                  Jólaopnun

Aðfangadagur : WOD kl. 8:30 og 9:30

Aðfangadagur er fjölskyldu og vina dagur hjá okkur í CF550. Taktu fjölskylduna eða vini með til okkar og eigið góða stund saman.

Jóladagur : opið fyrir flögu enginn WOD tími

Annar í jólum: WOD kl. 9 og 10

Gamlársdagur: WOD kl 9 og 10

Nýjársdagur : opið fyrir flögu enginn WOD tími

 

 

 

 

Share

ÓLYMPÍSKAR ÓLYMPÍSKAR

Haldið verður annað námskeið í ólympískum lyftingum sem er kennt tvisvar í viku miðvikudaga 18:15, 1 klst og fimmtudaga 19:15, 1-2 klst.

Námskeiðið hefst 7 nóvember og endar 29 nóvember og aðeins 8 komast að í einu og kostar 13.000 þús.

Kennarinn er Sesselja Sigurðardóttir (Sessý) og hefur stundað og þjálfað bæði crossfit og lyftingar.

Skráningar verða teknar niður í CF550.💪

Share