Grunnnámskeið og sumarkort

Sumarkortið er komið í sölu.

Sumarkortið gildir frá 7.Maí – 7.sept 2021.

Ef þú hefur aldrei komið í CrossFit eða þarft upprifjun þá erum við með grunnnámskeið sem byrjar 8.maí.

Grunnnámskeið og sumarkort kostar saman 34.900kr fyrir fyrrum iðkendur og 39.900kr fyrir aðra.

Námskeiðið er kennt sem hér segir.

Laugardaginn 8.maí kl 14:00

Sunnudaginn 9.maí kl 14:00

Mánudaginn 10.maí kl 19:30

Miðvikudaginn 12.maí kl 19:30

Ægir Björn Gunnsteinsson, yfirþjálfara CF550,  sér um námskeiðin en ásamt honum koma fleiri þjálfarar að kennslunni.

Í fyrrasumar prófuðum við að bjóða upp á allskonar nýjungar til að breyta aðeins til. Við fórum t.d í strandblak, fótbolta, badminton, sundæfingar og gengum upp á Tindastól saman. Það var ótrúlega gaman og auðvitað ætlum við að gera slíkt hið sama þetta sumar. Komdu og vertu partur af ótrúlega skemmtilegum hóp, skemmtilegum, skilvirkum og fjölbreyttum æfingum og æfðu alltaf í góðum félagsskap undir leiðsögn þjálfara! Það getur ekki orðið mikið betra 🙂

Hlökkum til að sjá þig!

Athugið það eru aðeins örfá pláss laus á þessu námskeiði!

Skráning hér til hliðar.

Share

Sumarið í CrossFit 550

Það er fátt skemmtilegra en að æfa í góðum félagsskap – Komdu og vertu með okkur!

Ef þú ert ekki búin með grunnnámskeið þá er tækifærið núna – komdu á helgargrunnnámskeið 17.-19.Maí og æfðu með okkur í framhaldinu.  Ef þig langar í CrossFit þá skaltu ekki hika núna, settu allar afsakanir til hliðar og láttu vaða. Við tökum öll vel á móti þér 🙂

Það eru enn nokkur pláss laus á grunnnámskeiðinu og enn er skráning í fullum gangi í UnglingaFit námskeiðin.

Ef eitthvað er óljóst þá er velkomið að hafa samband í tölvupósti crossfitskr@gmail.com eða inn á facebook síðu okkar.

Share

Sumarið hjá okkur :)

Nú er sumarstundaskráin okkar komin í gang og skráning í krakkacrossfit komin á fullt.

Smávægilegar breytingar eru á stundaskránni. Núna höfum við fellt niður báða 18:15 tímana en bætt við einum Open gym tíma á mánudagskvöldum kl 20:00-21:30. Eins breytast helgartímarnir en í sumar verða bara wod kl 10:00 á laugardögum og sunnudögum.

Open gym tími er einfaldlega þannig að þú getur komið og gert það sem þú villt hvort sem það er wod dagsins, tækniæfing, mobility eða styrkur – þú ræður. Það verður að sjálfsögðu alltaf þjálfari á staðnum til að aðstoða þig.

KrakkaCrossFitið byrjar svo sunnudaginn 11.júní og er fyrir 9-10 ára (fædd 2007 og 2008) og 11-13 ára (fædd 2004-2006). Skráning í KrakkaCrossFit er hér til hliðar. Tímarnir hjá 9-10 ára verða á sunnudögum kl 11:30 og kosta 6000kr  og tímarnir hjá 11-13 ára verða á miðvikudögum kl 18:15 og sunnudögum kl 12:45 og kosta 12000kr. Námskeiðin standa í 6 vikur.

Minnum á sumarkortin 🙂 21.900kr út ágúst.

Að lokum bjóðum við Fríðu Rún velkomna heim 🙂 Við erum svo heppin að hún ætlar að þjálfa og æfa hjá okkur í sumar.

Það er líf og fjör í CrossFit 550

 

Share

Ert þú að bíða eftir næsta grunnnámskeiði hjá okkur!!?

Þú þarft ekki að biða lengur 🙂

Skráning er hafin á næstu tvö grunnnámskeið sem haldin verða i April og Maí. ATH aðeins eru tólf pláss á hverju námskeiði og plássin hafa hingað til farið hratt.

Fyrra námskeiðið byrjar strax eftir páska og er kennt þrisvar í viku í þrjár vikur.

Seinna námskeiðið byrjar mánudaginn 8.maí og er sömuleiðis kennt þrisvar í viku í þrjár vikur.

Kennt er á mánudögum kl 19:15 og þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:15. Nema fyrsta vikan í April námskeiði þá verður kennt á þriðjudegi kl 18:15, miðvikudegi kl 19:15 og föstudegi 18:15 vegna þess að Annar í páskum er á mánudeginum.

Eftir bæði námskeið geta þátttakendur mætt eins og þeir vilja í 4 vikur án þess að kaupa nýtt kort.

Verð á námskeiðinu og þessum 4 vikum er 16.900kr.

Skráning hérna til hliðar ——————————————————->
Ef þú ert að efast um að CrossFit sé fyrir þig þá er ekkert annað í stöðunni en að láta vaða og komast að því sjálf/ur.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá skaltu ekki hika við að senda okkur línu á crossfitskr@gmail.com eða inn á facebook síðunni okkar “CrossFit 550”

Share

Grunnnámskeið í Febrúar

Þá er hafin skráning á næsta grunnnámskeið hjá okkur. Grunnnámskeiðið byrjar mánudaginn 6.febrúar kl 19:15. Námskeiðið er kennt þrisvar í viku í þrjár vikur, það er kennt á mánudögum kl 19:15 og þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:15.

Námskeiðið kostar 15.000kr og innifalið í því verði er að iðkandi getur mætt í 4 vikur að námskeiði loknu án þess að greiða aukalega fyrir það.

Skráning fer fram hér til hliðar.

ATH –  ekki er ákveðið hvenær næsta grunnnámskeið verður haldið en það verður ekki alveg strax. Þetta verður þvi “síðasta” námskeið í óákveðinn tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að CrossFit virðist vera að ná miklum vinsældum hér í firðinum og núverandi húsnæði okkar býður þvi miður ekki upp á mikla fjölgun eins og er, við vonum að sjálfsögðu að við finnum lausn á því sem fyrst 🙂

Þannig að nú er að hrökkva eða stökkva. Það eru 15 pláss í boði.

Share

Jólin í CrossFit 550

Nú styttist í hátíðarnar og við erum auðvitað komin í jólaskap.

Opnunartímar yfir hátíðarnar eru eftirfarandi:

Þorláksmessa wod kl 06:20 og 16:15

Aðfangadagur er fjölskyldudagur hjá okkur wod kl 08:30

Jóladagur – LOKAÐ

Annar í jólum wod kl 10:00

Gamlársdagur wod kl 10:00

Nýjársdagur – LOKAÐ

Opið samkvæmt venju 27.des til 30.des.

Við bjóðum alla velkomnar í aðfangadagstímann, frábær leið til að byrja daginn!

Ef þú ert að koma heim um jólin og langar að æfa með okkur þá eru jólapassarnir snilld fyrir þig. 5000kr fyrir jólapassan eða 1600kr drop in tími.

Minnum svo á að skráning er hafin á næsta grunnnámskeið sem hefst 09.01.17. Einnig er hægt að skrá á mömmucrossfit námskeið sem hefst 02.01. Skráning er hér til hliðar. Við seljum að sjálfsögðu gjafabréf sem hægt er að nota fyrir námskeiðunum.

Líf og fjör um jólin

Share

MömmuCrossFit

Við höfum ákveðið að halda áfram með mömmuCrossFit námskeiðin. Námskeiðin hafa gengið mjög vel og því engin ástæða til að hætta þeim.

Nýtt námskeið hefst næsta næsta mánudag 28.nóv. T’imarnir eru þrisvar í viku í 4 vikur og eru á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl 13:15. í lok námskeiðs býðst þátttakendum að æfa frítt í CrossFit 550 í 4 vikur.

MömmuCrossFit tímarnir eru ætlaðir þeim konum sem eru að komast af stað eftir barnsburð og börnin eru að sjálfsögðu velkomin með.

Aðeins 10 pláss.

Verð 16.900kr

Þjálfara er Erna Rut

Skráning fer fram hér á síðunni ——>

 

 

Share