Helgin 6.-7. febrúar

Síðast liðna helgi vorum við svo heppin að fá Evert Víglunds á Krókinn til að kenna okkur réttu tökin í Ólympískum lyftingum. Námskeiðið var fullt og gott betur. 30 manns sóttu námskeiðið og þar af voru 27 iðkendur í CrossFit 550. Evert hafði orð á því að hópurinn hefði staðið sig frábærlega og að hann vildi endilega koma aftur fljótlega, við segjum ekki nei við því. Nú er bara að halda áfram að æfa sig og gera betur og betur.

Við þökkum ykkur kæru þátttakendur fyrir að gera góða helgi enn betri!

-Erna Rut og Sunna Björk-

Share