Um okkur

Í allri þeirri CrossFit byltingu sem orðið hefur í heiminum og á Íslandi síðustu árin fannst okkur
kominn tími á að hér, á Sauðárkróki, yrði opnuð CrossFit stöð. Við slógum til og í nóvember 2015 varð draumurinn að veruleika, CrossFit stöðin fékk nafnið CrossFit 550. Stöðin er staðsett í 125fm iðnaðarbili sem stendur við Borgarflöt 5. Staðsetningin gefur ýmsa möguleika til útiæfinga auk þess sem helstu hlaupaleiðir bæjarins liggja þarna um.

Við leggjum áherslu á að iðkendur fái góða leiðsögn og framkvæmi æfingarnar á réttan hátt, á sama tíma og þeir taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu æfingakerfi sem virkar. Í hverjum tíma hefur iðkandi aðgang að þjálfara sem leiðbeinir og leiðréttir auk þess að svara fyrirspurnum.
Æfing dagsins (WOD – Workout of the day) er aðlöguð getu hvers og eins svo allir geti mætt á æfingu og fengið sem mest út úr hverri æfingu.
Okkar markmið er að bjóða upp á fjölbreytta alhliða þjálfun og búa til vinarlegt og skemmtilegt umhverfi til æfinga þar sem að allir geta notið sín, unnið að sínum markmiðum og notið þess að æfa í góðum félagsskap.

Ef þú vilt verða partur af þessum frábæra hóp skaltu ekki hika við að skrá þig á næsta grunnnámskeið og byrja strax.
Við tökum á móti nýjum meðlimum með bros á vör.

Eigendur Crossfit 550 eru Erna Rut og Guðmundur Helgi

Þjálfarar

Erna Rut

Guðmundur Helgi

Erla Guðrún

Ægir Björn

Birkir Örn

Valdís Ýr

Share